Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Eftir aldalanga sögu yfirfullra fangelsa í Bandaríkjunum og Bretlandi töldust róttækar breytingar nauðsynlegar. Nú átti að betra fangana með harðri vinnu, ströngum aga og algerri einangrun. Nýju fangelsin áttu að verða mannúðleg breyting frá dauðarefsingum eða útlegð en margra fanga biðu örlög sem voru verri en dauðinn.