Í framtíðinni fylgir netið þér um allt

Þegar fimmta kynslóð farsímanetsins, oftast kölluð einfaldlega 5G, lætur að sér kveða fyrir alvöru verður alveg ný snjallsímabylting. 5G-netið á að tengja alla hluti með leifturhraða, allt frá sjálfkeyrandi bílum til sjálfvirkra skurðlækningatækja. Sýndar- og raunheimar munu nánast renna saman í eitt.