Hvað er handan við alheim? 

Sá alheimur sem við getum greint hefur takmarkaða stærð. En hvað er hinum megin við sjónhvörfin og hefur það með einhverjum hætti afleiðingar fyrir okkur hér á jörðinni? 

Hið langa dauðastríð alheims

Jörðin endar daga sína þegar sólin þenst út og tætir hana í sundur með geislavirku rafgasi. Dauðadans plánetanna er bara eitt skref á leiðinni að endalokum alheims. Hvort allt muni enda með miklum hvelli eða dálitlu andvarpi er óljóst en samkvæmt útreikningum gerist það eftir 1,7 x 10 *106 ár – eða 17 með 105 núllum á eftir.

Hvernig varð alheimur til?

Alheimur fæddist með Miklahvelli fyrir milljörðum ára, og þar á undan var hvorki til tími né rúm. Þetta er sú frásögn sem flestir þekkja. En þetta er hreint ekki eina kenningin um tilurð alheims innan heimsfræðinnar. Allt frá því að stjörnufræðingurinn Edwin Hubble uppgötvaði árið 1929 að alheimur þenjist út hafa heimsfræðingar leitast við að reikna sig aftur að upphafinu. Og á síðustu árum hafa sífellt fleiri eðlisfræðingar farið að líta á sögu alheims með nýjum hætti. Þeir reikna m.a. með hugmyndum um fleiri alheima og tíma án upphafs, því þeir geta ekki sætt sig við sköpunarsögu sem er ófær um að greina hvað kom þessu öllu af stað.

Beinagrind alheimsins kortlögð

Stjörnufræði Hinar fjölmörgu stjörnuþokur í geimnum mynda þrívítt netverk utan um risavaxnar tómarúmsbólur. Samkvæmt geimeðliskenningunni er ástæða þessarar dreifingar sú að stjörnuþokurnar eru innbyggðar í eins konar grindverk úr myrku, ósýnilegu “huliðsefni” en massi þess er talinn næstum nífaldur á við allar sýnilegar stjörnur. Nú hefur alþjóðlegur hópur stjörnufræðinga í fyrsta sinn kortlagt þessa grind […]