Risastjarna stríðir stjörnufræðingum

Risastjarnan Betelgás er ekki í þann veginn að springa eins og stjörnufræðingar töldu sig hafa séð fyrir. Aftur á móti er hún miklu nær okkur en nokkurn óraði fyrir.

Tifandi tímasprengja Óríons sést vel í vetrarmyrkrinu

Stjörnuskoðun: Risastjarnan Betelgás er tifandi tímasprengja. Eftir að hún springur verður hún annað hvort að svartholi eða nifteindastjörnu en þangað til mun þessi tröllaukna stjarna, með um 20 sólmassa, áfram verða vel sýnileg á næturhimni frá því um miðjan september og allt fram í lok apríl. Hæst á lofti er Betelgás í janúar.