Fyrsta bólusetningin vakti skelfingu meðal Breta

Árið 1796 gat heimurinn allur andað léttar því bólusetning gegn bólusótt hafði verið þróuð. Nú var lækningin gegn þessum hryllilega sjúkdómi loks í sjónmáli. Þá fór að bera á vantrú fólks og fyrstu háværu bólusetningarandstæðingarnir fóru að láta til sín taka á götum úti.