Eðlisfræðingar leita ennþá að hreinu ekkerti

Leitin að hinu algjöra tómarúmi, þar sem ekkert efni er að finna og engin orka eða kraftar ráða ríkjum, hefur staðið í brátt þrjú þúsund ár. Heimspekingar og eðlisfræðingar hafa á þessari vegferð leitast við að laða fram algjört tómarúm bæði í reynd og í kenningum – en það virðist vera eins og náttúran stríði gegn þeim. Engu er líkara en að um leið og það virðist birtast hjá fræðimönnum fyllist það upp af nýjum uppgötvunum og betri skilningi.

Þess vegna getum við ekki verið samtímis á tveim stöðum

Hvað er þetta! Ég get ekki verið á tveimur stöðum í einu! Þetta heyrir maður oft, en í raun og veru er merkilegt að við getum EKKI verið á tveimur stöðum í einu. Það geta nefnilega öreindir, og það er engin sjálfsögð ástæða fyrir að stærri hlutir eins og manneskjur geti ekki líka verið á tveimur – eða jafnvel óendanlega mörgum – stöðum í einu.