Líkaminn og heilinn líða fyrir félagslega einangrun

Búið er að senda þig heim úr vinnunni, kaffihúsum hefur verið lokað, öllum viðburðum slegið á frest og íþróttir settar á ís um óákveðinn tíma. Þeir sem búa einir hafa aldrei haft betra tækifæri til að vera út af fyrir sig. Þetta getur þó farið fram úr hófi. Þvinguð félagsleg einangrun og einsemd skaðar nefnilega bæði líkamann og heilann.