Erfðavísarnir stjórnast af duldum kröftum

Við erum vön því að álíta að erfðalykillinn stjórni líffræðilegum örlögum okkar. Erfðalykillinn ræður því hins vegar ekki einn hvaða eiginleikum við búum yfir og hverja við munum arfleiða afkomendur okkar að. Mikilvæg líkamsstarfsemi utan erfðamengisins sér til þess að opna og loka á erfðavísana. Þessar svonefndu formbreytingar gera það m.a. að verkum að eiginleikar sem plöntum eða dýrum áskotnast, t.d. í gegnum fæðuna, geta gengið í erfðir til komandi kynslóða.