Frjókornatímabilið versnar og lengist sífellt á komandi árum

Helsta plága vorsins kynni að valda enn fleiri rauðum augum og rennandi nefjum en við höfum vanist til þessa. Þetta sýna nýjar rannsóknir þar sem vísindamenn spá fyrir um að hnatthlýnunin eigi eftir að orsaka það á komandi árum að frjókornatímabilið hefjist löngu fyrr en ella og verði alvarlegra en við eigum að venjast.