Frumefni jarðar

Frumefni jarðar eru efnafræðilegir byggingarsteinar og með þeim er hægt að byggja nánast hvað sem er. Þau samanstanda af frumeindum sem aftur samanstanda af róteindum, nifteindum og rafeindum. Hér er dálítill fróðleikur um frumefni jarðar, geislavirk frumefni og samsætur.

Hver uppgötvaði fyrsta frumefnið?

Ýmis frumefni, svo sem gull, silfur, blý og kvikasilfur hafa verið þekkt í margar aldir og enginn hefur hugmynd um hver fann þau fyrstur. Fyrsti áreiðanlegi vitnisburður sögunnar um uppgötvun frumefnis er frá 1669, þegar þýski gullgerðarmaðurinn og kaupmaðurinn Henning Brand uppgötvaði og einangraði fosfór. Í leit sinni að aðferð til að framleiða gull, lét […]