Ferðalag að endamörkum sólkerfisins

Á aðeins 50 árum á nýtt geimfar að komast í 150 milljarða kílómetra fjarlægð og í fyrsta sinn rannsaka útgeiminn á milli stjarna og sólkerfa. Til þess þarf heimsins öflugustu eldflaug og nánast fífldjarfa sveiflu þétt framhjá sólinni til að ná upp hraða.

Á manneskjan sér framtíð í geimnum?

Getum við yfir höfuð lifað í geimnum? Og getum við verið með iðnað þar? Þessar tvær spurningar eru forsendur þess hvort það verði menn eða róbótar sem ílendast í geimnum.

Lostinn eldingu

Nístandi nóvemberúrhellið dynur á Apollo 12 geimfarinu og sendir bylgjur af vatni yfir stjórnfarið Yankee Clipper á toppi hinnar voldugu Satúrnus 5 eldflaugar. Geimfararnir þrír reyna að láta sér þetta í léttu rúmi liggja – allt frá því um morguninn hefur frestunin hangið eins þungt yfir þeim og skýin yfir Kennedy Space Center. Í átta […]

Indverjar lyfta hulunni af geimferðaáætluninni

Geimferðir Indverjar hafa nú veitt umheiminum innsýn í áætlanirnar um fyrsta mannaða geimskip sitt – þriggja tonna hylki með rými fyrir þrjá geimfara, ásamt þjónustueiningu með ýmsum rafeindabúnaði, stýriflaugum og hemlunarflaugum. Geimskipið á í fyrstu að fara á braut um jörðu í 400 km hæð, en síðar á að þróa það áfram þannig að einnig […]