Genalækningar eiga að gera líkamsfitu heilsusamlegri

Hægt verður að mæla einn einstakan erfðavísi í fitufrumum okkar með það að markmiði að lækna offitu. Með því að fjarlægja þetta tiltekna gen, geta vísindamenn breytt frumunum þannig að þær fari að brenna fitu í stað þess að hún safnist fyrir.