Helförin: Lífseigt gyðingahatur greiddi götuna

Adolf Hitler áleit gyðinga vera sníkjudýr sem þýsku þjóðinni stæði ógn af og sem ynnu að því leynt og ljóst að komast til heimsyfirráða. Hitler var engan veginn einn um þessa skoðun sína. Gyðingahatur var útbreitt um alla Evrópu og fordómarnir hlutu sérstakan hljómgrunn þegar nasistar komust til valda árið 1933. Fimm árum síðar sauð hatrið upp úr.