Undankomusérfræðingur: „Kvíðinn hefti mig mjög mikið framan af“

Þann 5. ágúst árið 1926 varði Harry Houdini hálfum öðrum klukkutíma ofan í járnkistu sem sökkt hafði verið niður í sundlaugina við Shelton hótelið í New York. Afrek þetta vakti undrun allra en tilraunin var hins vegar nálægt því að misheppnast eða svo sagði Houdini lækni einum sem varð vitni að atburðinum.