Hvað er hulduefni?

Það úir og grúir af stjörnum og stjörnuþokum á næturhimninum. En í raun er þetta einungis brot af alheiminum. Hann samanstendur að mestu af hulduorku og hulduefni. Frá því að hulduefni uppgötvaðist á fjórða áratug liðinnar aldar hafa eðlisfræðingar brotið heilann um eðli þess. En það er fyrst á síðustu árum í krafti nýrra tilrauna og nokkurra fræðilegra kollhnísa sem tekist hefur að nálgast þetta dularfulla fyrirbæri.