Jarðskjálftar geta raskað tíma og rúmi

Jarðskjálftar verða þar sem jarðskorpuflekar mætast. Oftast eru þeir hættulausir en öflugustu jarðskjálftar geta fært heilar borgir, truflað snúning jarðar og þannig breytt sólarhringnum um millisekúndur.
Hversu öflugir geta jarðskjálftar orðið?

Mér er sagt að á Richterskalanum séu engin efri mörk fyrir það hversu harðir jarðskjálftar geta mælst. Er þetta rétt?