Nýr kafbátur byggður með sama lagi og flugvél

Breski uppfinningamaðurinn Graham Hawkes hefur nú smíðað tveggja manna kafbát, „ Deep Flight Super Falcon Submerside“, sem nær 11 km hraða og kemst á 450 metra dýpi. Skrokkurinn er mjósleginn, gerður úr koltrefjum og út úr honum standa tveir vængir ásamt stéluggum. Útlitið er þannig ekki ósvipað flugvél. Sjálfur segir uppfinningamaðurinn að bátnum […]