Dr. Kellogg rak út djöfulinn með kornflexi 

Í 50 ár héldu auðugir Bandaríkjamenn í pílagrímsferðir til doktor Kelloggs sem veitti þeim meðferð með fyrirbænum, grænmetisfæði og stólpípum. Doktorinn taldi kjöt örva hina djöfullegu kynhvöt. Því útbjó hann, ásamt bróður sínum Will, kjötlausan morgunmat: Kellogg´s Corn Flakes. En í stað þess að draga úr kynhvöt gerðu þessar gullnu flögur bræðurna að svörnum óvinum.