Skógareldar eru eins og sprengja undir losunarútreikningunum

Skógarbrunar sem engu eira og éta upp stór skógsvæði eru ekki bara afrakstur loftslagsbreytinga af mannavöldum. Þeir auka líka losun koltvísýrings. Sumarið 2021 – eitt og sér – losuðu gróðureldar í Síberíu ámóta mikinn koltvísýring og öll Norðurlönd og Benelux-löndin gera á heilu ári.

Bergið jafnar út koltvísýringinn

Jarðfræði Jarðfræðingar, m.a. við Hawaii-háskóla í Manoa, hafa nú sýnt fram á ákveðið jarðefnafræðilegt ferli sem jafnar út magn koltvísýrings í gufuhvolfinu. Eftir að koltvísýringur berst út í gufuhvolfið, t.d. í eldgosi, dregur smám saman úr magninu vegna veðrunar sílikatríks bergs og mikið af koltvísýringi endar í setlögum á hafsbotni. Rannsóknin byggist á sjávarefnaupplýsingum og […]