Köngulóin er sköpuð til að myrða

Engin önnur dýrategund hefur þróað með sér svo margar lymskulegar aðferðir við að deyða bráðina, eins og við á um köngulær. Skyggnist með inn í óhugnanlegan heim úr límkenndum snörum, ósýnilegum fallhlerum og flugbeittum eiturtönnum.

Svarta ekkjan deyðir með afar sterku ofureitri

Svarta ekkjan er þekkt fyrir banvænt eitur sitt. Þó svo að könguló þessari sé ætlað að nota eitrið til að deyða skordýr, á borð við bjöllur og flugur, er eitur hennar nægilega sterkt til að deyða fólk.