Týndur krókódílshlekkur fannst í Brasilíu

Steingervingafræði Í Brasilíu hafa vísindamenn nú grafið upp steingerving af um 80 milljón ára gömlum krókódíl sem lifað hefur á landi. Þetta forsögulega dýr hefur fengið nafnið Montealtosuchus arrudacamopsi. Það líktist eðlum og var 1,7 metrar að lengd. Öfugt við krókódíla nútímans voru útlimirnir langir en að öðru leyti svipaði þeim mjög til fóta á […]

220 milljón ár – og enn í toppformi

Krókódílarnir hafa lifað af risaeðlur, árekstra loftsteina og ótal loftslagsbreytingar. Þessar lífseigu skepnur hafa í tímans rás komið fram í formum sem fá okkur til að sperra upp augun: Frá ægilegum skrímslakrókódílum sem gátu auðveldlega étið risaeðlur til háfættra sérkennilegra smákrókódíla er líkjast helst hundum. Þróunin hefur jafnvel boðið upp á plöntuætukrókódíla. Í meira en áratug hefur steingervingafræðingurinn Paul Serrano leitað í Sahara eyðimörkinni og hann hefur hvað eftir annað þurft að endurskoða hugmyndir sínar um útlit krókódíla. Einkennileg form þeirra hafa orðið til þess að hann hefur veitt nýjum tegundum nöfn eins og andakrókódíll, rottukrókódíll og jafnvel pönnukökukrókódíll.