Leyndardómar kvennabúranna

Kvennabúr soldánsins var syndabæli sem logaði af losta, villtu kynsvalli og endalausu leynimakki. Þannig hljómar hin almenna lýsing á tilverunni innan vel vaktaðra hallarmúranna. Í raun réttri einkenndust kvennabúr öðru fremur af rólegu fjölskyldulífi sem ekkert fékk haggað, nema ef vera skyldi ráðabrugg um morð.