Gróðurhúsalofttegundir eru tifandi loftslagssprengja

Metan seytlar í auknum mæli upp á yfirborðið, jafnframt því sem sífrerinn í jarðlögum undir hafsbotni bráðnar. Þessi öfluga gróðurhúsalofttegund er hættulegri en koltvísýringur og vísindamenn reyna allt hvað þeir geta til að afstýra yfirvofandi loftslagshamförum.

Skógareldar eru eins og sprengja undir losunarútreikningunum

Skógarbrunar sem engu eira og éta upp stór skógsvæði eru ekki bara afrakstur loftslagsbreytinga af mannavöldum. Þeir auka líka losun koltvísýrings. Sumarið 2021 – eitt og sér – losuðu gróðureldar í Síberíu ámóta mikinn koltvísýring og öll Norðurlönd og Benelux-löndin gera á heilu ári.