Tæknirisar vilja eitt alhliða lykilorð

Apple, Google og Microsoft blása til atlögu gegn því að þú hafir og notir mörg lykilorð á netinu. Þess í stað munu tæknirisarnir taka höndum saman um að þróa alhliða lykil sem man alla kóðana þína og er öruggari gegn þjófnaði.