Sögu Mayanna þarf nú að endurskrifa

Margar og merkilegar uppgötvanir á síðustu árum leiða nú til þess að fornleifafræðingarnir þurfa að skrifa sögu Mayaríkisins alveg upp á nýtt. Meira en 2.000 ára gömul veggmálverk sýna að gullöld Maya hófst mörgum öldum fyrr en talið hefur verið. Jafnframt hafa vísindamennirnir fundið skýringuna á því hvers vegna þetta goðsagnakennda indíánaveldi leystist upp.