Mayar eitruðu fyrir sjálfum sér

Tikal, höfuðborg Maya, var skyndilega yfirgefin í lok 9. aldar. Nýjar rannsóknir sýna að ástæðan var kvikasilfursmengun ásamt þurrkum.

Fleygðu Mayar líkum í drykkjarvatn?

Vísindamenn vita ekki hvort Mayar drukku vatn úr fórnarbrunnum sínum. En hvorki hafa fundist neinar arfsagnir né fornleifar sem beri því vitni að fólk hafi sýkst af vatni úr þessum brunnum. Yfirleitt gera vísindamennirnir ráð fyrir að vatn hafi ekki verið sótt í fórnarbrunnana, t.d. Cenote Sagrada (hinum heilaga brunni) í borginni Chichén Itzá, heldur […]