Karlar berjast um mökunarréttinn

Frá náttúrunnar hendi er karldýrum ætlað að keppa sín á milli. Karlar berjast um yfirráðasvæði, goggunarröð og ekki síst hylli kvendýranna. Á fengitíma sýna karldýr aðdráttarafl sitt á margvíslegan hátt. Sum berjast með hornum eða klóm, en önnur reyna að bera af öðrum í dansi eða við hreiðurgerð.