Axarmorðingi gekk laus á Íslandi

Á síðari hluta 16. aldar lifði hér á landi dulur, harður og fáskiptinn maður sem hét Björn. Dag einn dreymdi þennan einræna unga mann einkennilegan draum: Maður einn tjáði honum í draumi að hann skyldi ganga upp á fjallið Axlarhyrnu. Björn hlýddi fyrirmælunum og á fjallstindinum fann hann öxi.