„Grandið öllu þorpinu og íbúum þess“

Vorið 1968 var á sveimi orðrómur um að bandarískir hermenn hefðu myrt alla íbúana í heilu þorpi. Þegar þyrluskyttan Ronald Ridenhour fékk sönnun fyrir því að hryllingurinn hefði átt sér stað, ritaði hann bréf til bandarískra þingmanna. Stuttu síðar voru fjöldamorðin í My Lai á vörum allrar heimsbyggðarinnar.
Hvað gerðist eiginlega í My Lai?

Hundruðum kvenna, barna og aldraðra var þann 16. mars 1968 smalað saman í litla víetnamska þorpinu My Lai. Svo gall við fyrsta skotið.