Við drekkum einn bolla af nefslími dag hvern

Um það bil fjórðungur úr lítra af hori ratar dag hvern úr nefholi okkar, gegnum vélindað og niður í magann. Fyrir þetta ber okkur að vera þakklát því nefslímið gegnir hlutverki eins konar síu og smurefnis fyrir líkamann.