Landstjóri stöðvar nornaveiðar

Þegar ásakanir um galdra valda usla í Salem í ensku nýlendunni Massachusetts, hefur Phips landstjóri réttarrannsókn. En þegar málið fer úr böndunum og eiginkona hans liggur undir grun, segir hann stopp. Í bréfi til hirðarinnar útskýrir landstjórinn gang mála.