Hvernig þekkja ungbörn andlit?

Meðal vísindamanna ríkir almenn samstaða um þá skoðun að kornabörn geti þekkt andlit móður sinnar strax 2-4 vikum eftir fæðingu, þó þau séu annars ekki fær um að þekkja andlit fyrr en um tveggja mánaða aldur. Margar rannsóknir hafa sýnt að ungabörn horfa strax eftir fæðingu lengur á andlit en önnur ámóta flókin fyrirbrigði. Vísindamenn […]