Hversu heitt getur orðið í örbylgjuofni?

Það er svokölluð magnetróna sem sendir frá sér örbylgjurnar. Þær sveiflast 2,45 milljörðum sinnum á sekúndu. Þessar sveiflur hreyfa svo hastarlega við sameindum í matnum að hann hitnar. Örbylgjurnar hafa einkum áhrif á vatn, en líka fitu- og sykursameindir, og út frá þeim breiðist hitinn út um allan matinn. Þar eð áhrifin eru mest á […]