Hrein orka fyrir alla

Þetta hljómar fjarstæðukennt en er það í raun alls ekki: Við getum í rauninni mætavel breytt allri orkuframleiðslu okkar á þann veg að engin koltvísýringsmengun hlotnist af allri þeirri raforku sem við notum. Lausnin er fólgin í miklu betri nýtingu á óþrjótandi orku heldur en þekkist í dag, að viðbættri orku úr kjarnorkuverum. Ef við jafnframt aðstoðum þróunarlöndin, til þess að þau endurtaki ekki mistökin sem við gerðum, þá höfum við þokast dágóðan spöl í átt að takmarkinu, sem er að ná böndum á þróun andrúmsloftsins.