Þess vegna getum við ekki verið samtímis á tveim stöðum

Hvað er þetta! Ég get ekki verið á tveimur stöðum í einu! Þetta heyrir maður oft, en í raun og veru er merkilegt að við getum EKKI verið á tveimur stöðum í einu. Það geta nefnilega öreindir, og það er engin sjálfsögð ástæða fyrir að stærri hlutir eins og manneskjur geti ekki líka verið á tveimur – eða jafnvel óendanlega mörgum – stöðum í einu.