Saltorka fram á sviðið í Noregi

Heimsins fyrsta saltorkuver verður tekið í notkun í ár. Það verður skammt frá Osló og nýtir þá orku sem losnar þegar sjór og ferskvatn mætast. Fyrir fáum árum litu fræðimenn á saltorku sem skringilegt fyrirbæri – nú eru um heim allan miklar vonir bundnar við þessa orkulind.