Ný rannsókn: Vika án nettengingar er holl fyrir sálina

Samkvæmt nýrri rannsókn batnar andleg heilsa okkar til muna eftir aðeins viku án samfélagsmiðla. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni fundu minna fyrir þunglyndi og kvíða en viðmiðunarhópurinn sem var u.þ.b. klukkustund á dag á samfélagsmiðlum.