Klædd fyrir -30 °C

Þegar Vetur konungur herðir tök sín eftir stutt sumar tekur heljarkuldinn völdin og hitastigið getur farið niður fyrir 30 mínusgráður. Næstum enga fæðu er að fá og það er illskiljanlegt að lifandi verur geti þrifist hér. En þökk sé feldi sem er hundrað sinnum hlýrri en ull og drjúgum fituforða frá liðnu sumri getur sauðnautið lifað af svo öfgafullar aðstæður.