Hinsta verkefni Rommels 

Erwin Rommel er ein helsta stríðshetja nasista. Eftir sigurför í Norður-Afríku setur Hitler hann yfir Atlantsmúrinn sem á að koma í veg fyrir innrás Bandamanna. Og nú hefst sannkallað kapphlaup við tímann.

Hefnd MacArthurs 

Þegar Bandaríkjamenn voru hraktir frá Filippseyjum árið 1942 sór Douglas MacArthur hershöfðingi þess dýran eið að hann myndi snúa til baka. Þremur árum síðar hélt MacArthur á land á aðaleyju Filippseyja, Luzon. En óvinurinn var viðbúinn komu hans. 

Að sjá fangana var áfall: Hermenn grétu

Vorið 1945 brjóta bandamenn upp hliðin á útrýmingarbúðum Þriðja ríkisins. Á leiðinni til Berlínar hafa hermennirnir þegar séð dauða og eyðileggingu en hörmungarnar í búðunum eru langtum svívirðilegri.

Sigurhátíð við Saxelfur: Þýskaland höggvið í tvennt

Í sögunni er 25. apríl 1945 minnst sem Saxelfudagsins, enda mættust herir bandamanna úr austri og vestri við ána Saxelfur þennan dag. Hvorugir voru þó viðbúnir hinum og Rússar hófu skothríð á Bandaríkjamennina. Þessi skot mætti kalla hin fyrstu í kalda stríðinu.

Seinni heimstyrjöldin: Dauðaganga fanganna

Vorið 1945 eru meira en 700.000 fangar í útrýmingarbúðum Þjóðverja. Sannleikurinn um viðurstyggilegar aðstæður þeirra er við það að opinberast og Hitler skipar að taka eigi þá alla af lífi. En SS-foringinn Heinrich Himmler hefur önnur áform: Hann hyggst nýta fangana í vöruskipti – og sænskur greifi á að hjálpa honum.

Öskuillur Hitler lýsir yfir ósigri

Um þrjúleytið 22. apríl fær Hitler bræðiskast í Foringjabyrginu. En þýsku hershöfðingjarnir hlusta ekki lengur. Enginn vill koma Berlín til bjargar. Þess í stað flýja þeir Rauða herinn.

„Pólskir riddarar réðust á þýska skriðdreka“

Mýtubrjótarnir: Þjóðverjar koma Pólverjum algjörlega á óvart með leiftursókn en riddaralið reyndi að stöðva skriðdreka með sverðum! Þetta er merkileg saga en stenst hún nokkra skoðun í raun og veru?