Skógareldar eru eins og sprengja undir losunarútreikningunum

Skógarbrunar sem engu eira og éta upp stór skógsvæði eru ekki bara afrakstur loftslagsbreytinga af mannavöldum. Þeir auka líka losun koltvísýrings. Sumarið 2021 – eitt og sér – losuðu gróðureldar í Síberíu ámóta mikinn koltvísýring og öll Norðurlönd og Benelux-löndin gera á heilu ári.