Ský eru lykillinn að loftslagi hnattarins 

Ský samanstanda af litlum vatnssameindum og geta komið fram í ótal myndum – allt frá léttum fjaðurlaga skýjum yfir í kílómetra háa turna. Þau geta einnig boðað gott eða slæmt veður en hafa líka mikil áhrif á hitastig hnattarins.

Hve hratt geta skýin svifið?

Hraðfleygustu skýin er að finna í 10-18 km hæð þar sem vindhraðinn getur náð allt að 400 km/klst. Ástæðan er sú að ský eru gerð úr örsmáum vatnsdropum eða ískristöllum sem síga hægt niður gegnum loftið. Það þýðir aftur að skýin fylgja hreyfingum loftsins. Vegna núningsmótstöðunnar niðri við jörð kemst vindurinn hraðar yfir ofar í […]