Hvers vegna er svona mikið um eiturslöngur í Ástralíu?

Ég hef heyrt að flestar eiturslöngur sé að finna í Ástralíu. Hvernig stendur á því?
Anakonda – stærsta slanga heims

Slangan sem nefnist anakonda getur vegið rösklega 200 kíló og orðið yfir átta metrar á lengd. Þessi risavaxna kyrkislanga lifir í frumskógum Suður-Ameríku og getur murkað lífið úr krókódíl á örfáum mínútum, svo og gleypt hjartardýr í heilu lagi.