„Dauðar rottur á rúi og stúi“

Bandaríski sláturiðnaðurinn einkenndist af sóðaskap og viðbjóði á fyrstu árunum eftir aldamótin 1900. Engin neytendalög voru til í Bandaríkjunum og fyrir vikið enduðu veik dýr og skemmt kjöt í sláturhúsunum. Þegar svo rithöfundurinn Upton Sinclair ritaði bréf til Theodores Roosevelts forseta, fóru hjólin hins vegar að snúast.