Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Með því að fylgjast með hvorki meira né minna en 24.000 opinberum umræðum á Bandaríkjaþingi hafa vísindamenn komist að raun um að gripið er fram í fyrir stjórnmálakonum tíu prósent oftar en við á um karlmenn úr hópi stjórnmálamanna. Þegar konurnar ræða um jafnrétti er gripið fram í fyrir þeim helmingi oftar en þegar þær ræða um önnur málefni.
10 rómversk ráð um hvernig sigra skuli í kosningum

Hinn þekkti mælskusnillingur Marcus Tullius Cicero gaf kost á sér sem ræðismaður í Róm árið 64 f.Kr. Bróðir hans, Quintus, samdi ritið „Handbók um kosningabaráttu“ honum til halds og trausts. Við höfum safnað saman tíu bestu ráðleggingum Quintusar sem allar gefa til kynna að hatursræða, svikin kosningaloforð og ímyndarsköpun hafi verið jafnstór hluti af kosningabaráttunni fyrir 2.000 árum og við á í dag.