Hugsjón fortíðarinnar: Heilbrigð sál í lötum líkama

Líkamsræktarfrömuðir nútímans myndu krossa sig í bak og fyrir ef þeim væri uppálagt að lifa samkvæmt fegurðarstöðlum fortíðarinnar: Föl húð og fituskvap. Litlausar kinnar og „björgunarhringir“ á mjöðmum þóttu vera til marks um heilbrigði og auðsæld.