Er Ísland eftirstöðvar af sokknu meginlandi?

Í nýlegri bók setja enskir jarðfræðingar fram þá kenningu að Ísland sé efsti hluti sokkins meginlands og því ekki bara skapað af eldgosum.
Græn innrás

Syðsta eyja Íslands, Surtsey, reis úr sæ fyrir aðeins 45 árum. Eyjan var líflaus í mörg ár, en eftir að flokkur máva kom þangað hafa plöntur og dýr náð fótfestu á mettíma á þessari hrjóstrugu eldfjallaeyju.