Getur svanur brotið handlegg?

Á varptímanum geta karlsvanir verið mjög á varðbergi gagnvart öllu því sem þeir telja geta ógnað hreiðri sínu og ungum. Karlinn blæs sig þá út og hvæsir illilega. Hvort heldur íslenski svanurinn eða t.d. náfrændi hans, hnúðsvanur nágrannalandanna, getur í þessum stellingum orðið býsna ógnvænlegur, jafnvel í augum manna, og atferlið hrekur andstæðinginn yfirleitt á […]