Svartar tennur í tísku

Biksvartar tennur voru tákn um fegurð fram á 19. öld í Japan, þar sem þeir sem eitthvað máttu sín, svo sem eins og samúræjar og geisjur, svertu í sér tennurnar með sérlegri efnablöndu. Þegar svo vestrænna áhrifa fór að gæta í landinu fór þessi hefð að láta undan síga.