Kenning Hawkins sönnuð í tölvu

Með tölvulíkani af svartholi hafa vísindamenn nú sannað að svokölluð Hawkingsgeislun er takmörkuð en stöðug – rétt eins og Stephen Hawking sagði fyrir um.

Fyrsta myndin af svartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar

Nú hafa verið afhjúpaðar fyrstu myndir sem nokkru sinni hafa náðst af svartholinu Sagittarius A* sem er í miðju Vetrarbrautarinnar okkar. Myndirnar eru frá ESO (European Southern Observatory og vísindamenn eru nánast agndofa yfir því hve nákvæmlega Einstein reyndist hafa rétt fyrir sér.

3 óskiljanlegar staðreyndir um svarthol

Það er ómögulegt að sjá þau en þau vega samt nógu mikið til að gleypa í sig allt sem er í nánasta umhverfi þeirra. Við reynum hér að teikna upp veikburða skissu af því hvers vegna svarthol eru ennþá ein helsta ráðgáta stjarnfræðinnar.

Svarthol stíga fram á sjónarsviðið

Árið 2019 fengum við að sjá fyrstu myndina af svartholi. Nú ætla vísindamenn að nota risavaxið net sjónauka til að taka upp myndskeið af hinu ofurþunga svartholi í miðju Vetrarbrautarinnar. Það kann að afhjúpa hvað gerist þegar reynt er á ýtrustu þolmörk kenninga okkar um alheim.

Getur risavaxið svarthol gleypt heila stjörnuþoku?

Í mörgum stjörnuþokum sjá stjörnufræðingar að þéttni efnis, hvort heldur um er að ræða stjörnur, ryk eða gas, eykst mjög þegar dregur nær miðju stjörnuþokunnar.   Á grundvelli mælinga á hraðri hringhreyfingu þessa efnis hafa menn í mörgum tilvikum getað slegið því föstu að í miðju stjörnuþokunnar sé að finna mjög þungt svarthol.   Ástæða […]

Af hverju lýsa svarthol

Svarthol er ákveðinn staður í geimnum þar sem efnismassinn er svo þéttur að hvorki efni né geislun í nokkru formi sleppur út úr þyngdaraflssviði massans. Þess vegna er vissulega ógerlegt að sjá svartholið sjálft. En aftur á móti má stundum sjá þau áhrif sem svartholið hefur á umhverfi sitt. Sé efni að finna í nágrenni […]