5 ástæður fyrir því að táningar eru gjörsamlega glataðir

Þegar táningar brjálast yfir einhverjum smámunum eða þegar ekki er hægt að draga þá út úr rúminu á morgnanna, þá er það eiginlega ekki þeim sjálfum að kenna. Margvísleg mikilvæg virkni í heilanum hefur ekki náð fullum þroska og það gerir táningana fúllynda, tillitslausa og kolruglaða.
Táningar eru forritaðir til að hætta að hlusta á það sem mamma segir

Um 13 ára aldur verður breyting i heilanum sem veldur því að táningar taka síður mark á því sem móðir þeirra segir en hlusta fremur á aðra. Og vísindamenn segja þetta einkar hentugt.